Litlikriki 19, 270 Mosfellsbær
189.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
7 herb.
300 m2
189.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
151.050.000
Fasteignamat
162.050.000
Opið hús: 09. september 2024 kl. 17:30 til 18:00.

** Opið hús mánudaginn 9. september frá kl. 17:30 til 18:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali -  [email protected] eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Glæsilegt 300,4 m2 einbýlishús á pöllum með innbyggðum bílskúr við Litlakrika 19 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 300,4 m2, þar af einbýli 257,6 m2 og bílskúr 42,8 m2. En auk þess eru risloft sem ekki er skráð í fermetratölu eignarinnar. Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, sjónvarpshol, risloft, eldhús, stofu, borðstofu og bílskúr. Gott skipulag. Stór svefnherbergi, stórar stofur og vandað eldhús. Fallegar sérsmíðaðar innréttingar og vönduð tæki. Mikil lofthæð með hljóðdempandi plötum. Gólfhiti.
Stórt hellulagt bílaplan. Fallegur garður með timburverönd í suðurátt með heitum potti. Dekk í sólpalli er 2 ára gamalt. Þak hússins var málað sumarið 2023.
Vinsæl staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbæ. Stutt í skóla, verslun og alla helstu þjónustu.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

Nánari lýsing:
Neðri pallur: 
Forstofa er rúmgóð með stórum fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi nr 1 er inn af forstofu með flísum á gólfi. Vinnurými með innbyggðu skrifborði og hillum er fyrir innan rennihurð í herberginu.
Gestasnyrting er flísalögð með vegghengdu salerni og innréttingu.
Þvottahús/geymsla er í stóru rymi með stórri innréttingu með vaski, stórum fataskápum og eyju með skúffum. Úr þvotta húsi er aðgengi upp á geymsluloft. Úr þvottahúsi er innangengt inn í bílskúrinn.
Bílskúr er rúmgóður með flísum á gólfi, gluggum, nýleg innkeyrsluhurð með nýlegur rafmagnshurðaopnara og inngönguhurð. Úr bílskúr er stigi upp á stórt geymsluloft. 
Eldhús er í björtu rými með borðkrók,  flísar á gólfi. Í eldhúsi er falleg og stór U-laga innrétting með eyju frá Brúnás. Granítborðplötur. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, kaffivél, tveir nýlegir ofnar, gashelluborð og háfur. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Úr eldhúsi er gengið út á hellulagða verönd. 
Gangur er með flísum á gólfi
Efri pallur:  Stofa og borðstofa er í mjög stóru opnu rými með flísum á gólfi. Fallegur arinn stúkar stofurnar af. Úr stofu er gengið út á timburverönd í bakgarði.
Gangur er með flísum á gólfi.
Sjónvarpshol með flísum á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 (Hjónaherbergi) Er rúmgott með fataskápum og  parketi á gólfi. 
Svefnherbergi nr. 3 er rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi. Risloft er í herberginu.
Svefnherbergi nr. 4 er rúmgott með parketi á gólfi. Risloft er í herberginu.
Svefnherbergi nr. 5 er mjög rúmgott með parketi á gólfi. 
Baðherbergi er mjög rúmgott, flísar á gólfi og veggjum, með innréttingu með vaski og granít borðplötu, vegghengdu salerni og tveimur sturtum. Úr baðherbergi er gengið út á timurverönd þar sem heitur pottur er.
Af gangi er stigi upp á risloft með parketi á gólfi og gluggum sem hægt væri að nýta t.d. sem sjónvarpsrými, vinnurými o.s.frv.

Verð kr. 189.000.000,-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.