** Hafðu samband og bókaðu skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] - Theodór Emil Karlsson, aðstoðarmaður fasteignasala - [email protected] eða 6908040 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Leirvogstungu 3 í Mosfellsbæ. Birt stærð eignar er 200,3 m2, þar af er íbúðarhluti 171,8 m2 og bílskúr 28,5 m2. Eignin er vel skipulögð og skiptist í þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpshol (hægt að breyta í herbergi), forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, borðstofu, geymslu og bílskúr.
Mikil lofthæð, stórir gluggar og falleg lýsing sem gerir eigninga bjarta og skemmtilega. Steypt bílaplan og gönguleið meðfram húsi. Afgirtur garður og stór timburverönd með heitum potti í suður- og austurátt.Smelltu hér til að fá sölubæklingForstofa er með fatahengi og harðparketi á gólfi. Úr forstofu er gengið inn í bílskúr.
Eldhús er með fallegri innréttingu og eyju. Steinn frá Fígaró á borði. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, gashelluborð, ofn og niðurfelldur vaskur.
Stofa/borðstofa er í opnu rými með innbyggðri lýsingu og harðparketi á gólfi. Gólfsíðir gluggar í suður- og austurátt. Úr stofu er gengið út í garð.
Hjónaherbergi er rúmgott og með harðparketi á gólfi. Úr herbergi er gengið út í garð. Við hlið hjónaherbergis er
fataherbergi.
Svefnherbergi 2 er með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi 3 er með harðparketi á gólfi, fataskáp og skrifborði.
Sjónvarpshol er með harðparketi á gólf. Hægt að breyta í auka herbergi
Baðherbergi er flísalagt. Falleg innrétting, vegghengt salerni, handklæðaofn, 'walk in' sturta og tveir skolvaskar.
Gestasalerni er flísalagt. Innrétting, vegghengt salernig og 'walk in' sturta.
Þvottahús er með físum á gólfi. Hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Úr þvottahúsi er gengið inn í bílskúr og gang.
Bílskúr er með epoxý á gólfi, innréttingu og bílskúrshurðaopnara. Inn af bílskúr er geymsla.
Garður er afgirtur og snýr í suðurátt. Steypt verönd og pallur með heitum potti. Steypt gönguleið er meðfram húsi.
Verð kr. 139.900.000. -
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.