** Hafðu samband og bókaðu skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög fallegt nýtt 150,0 m2 parhús á einni hæð með bílskúr í byggingu við Reykjamel 14B í Mosfellsbæ. Mjög fallegt útsýni er frá húsinu.
Gott skipulag. Mikil lofthæð er í húsinu sem gerir það bjart og skemmtilegt. Frábær staðsetning innst í botnlanga. Rétt við lóðarmörkin rennur Varmá og er stutt í náttúruna og gönguleiðir. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Eignin skiptist í eldhús, stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi/þvottaherbergi, gestasnyrtingu, forstofu og bílskúr. Gert er ráð fyrir geymslu innst í bílskúr. Eignin er skráð 150,0 m2, þar af parhús 117,6 m2 og bílskúr 32,4 m2. Eignin afhendist samkvæmt skilalýsingu seljanda rúmlega tilbúin til innréttinga á byggingarstigi 5, en búið verður að full mála og ganga frá rafmagni. Lóð verður grófjöfnuð.Verð kr. 96.900.000,- Skilalýsing er eftirfarandi:
Utanhúss: Parhús á einni hæð með bílskúr byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku ehf.
Útveggir eru klæddir forsteyptri veðurkápu að utanverðu og máluð að utan.
Þak er hefbundið sperruþak með þakpappa og aluzink bárustáli. Þakrennur, niðurföll og þakkantur frágenginn.
Gluggar og hurðir: Ál/tré gluggar með tvöföldu K-gleri, ál/tré inngangshurðar/svalahurðar og koksgrá bílskúrshurð.
Lóð er skilað grófjafnaðari að framanverðu en að öðruleit eins og er í dag. Á lóðinni er gert ráð fyrir bílastæði og sorpskýli fyrir 3 sorpílát.
Innanhúss: Gólf eru steypt og röraslötuð.
Innveggir: Uppsettir samkvæmt teikningu, léttir innveggir klæddir með spónaplötum innra lag og gifsplötum ytra lag, sparslaðir, grunnaðir og málaðir. Veggin á baðherbergi og snyrtingu eru eingöngu klæddir og ómeðhöndlaðir.
Loft: Gipsloft í herbergjum og gangi. Hljóðdúkur í eldhús, stofu, borðstofu og forstofu.
Rafmagn: Inntak og rafmagnstafla uppsett og tengd. Rafmagn dregið í, tenglar, rofar og innfelld ljós frágengið.
Lagnir: Frágangur neyslu og fráveitulagna er miðaður við samþykktar skipulagsteikningar. Inntak hita og neysluvatns klárt. Gólfhitakerfi tengt og frágengið. Neysluvatn lagt í gólf og veggi samkvæmt teikningum. Hita-, rafmagns og vatnslagnir eru lagðir í gólfplötu og steypta innveggi samkvæmt teikningum. 2 lagnir í stað þriggja fyrir heitan pott. Einn útikrani í stað tveggja eins og segir á teikningu. Húsið er hitað upp með hefðbundnu gólfhitakerfi og afhendist án þráðlausra hitastýringa. Hámkarkshiti á heitu vatni er 60°C. Stofninntök neysluvatnslagna tengd og full frágengin. Pípur fyrir raf- og boðlagnir eru miðaðar við samþykktar skipulagsteikningar. Heimtaugar rafmagns og boðtauga skulu tengdar og frágengnar.
Eignin skilast tilbúin til innréttinga samkvæmt byggingarstigi 5 ÍST 51:2001. Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd. Seljandi greiðir heimtaugagjöld fyrir rafmagn og hita, en kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótarmat. Kaupandi skal fá nýja byggingastjóra og meistara að verkinu við afhendingu og sér um úttektir eftir afhendingu eignar.
Allar byggingarteikningar afhendast samþykktar frá skipulagsnefnd Mosfellsbæjar til kaupanda. Kaupandi greiðir fyrir allar breytingar á teikningum sem hann kann að óska eftir.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.