** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555**
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög fallegt og vel skipulagt einbýlishús með stórum innbyggðum bílskúr og 2ja herbergja aukaíbúð með sérinngangi við Vættaborgir 130 í Grafarvogi. Glæsilegt útsýni. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.
Eignin er skráð 226,4 m2, þar af íbúðarrými 179,9 m2 og bílskúr 46,5 m2, en auk þess er óskráð rými sem nýtist í aukaíbúð og þvottaherbergi.
Eignin skiptist í 4 svefnherbergi(þar af eitt sjónvarpsherbergi), forstofu, eldhús, gestasnyrtingu, baðherbergi, þvottahús, stofu, borðstofu, bílskúr og geymslu.
Auka íbúðin skiptist í eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Stór bakgarður með hellulagðri verönd í suðurátt.
Stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Frábær staðsetning. Stutt í verslun og í alla helstu þjónustu.Nánari lýsing:
Neðri hæð:Forstofa: Er með fataskáp og flísum á gólfi. Gólfhiti.
Gestasnyrting: Er með lítilli innréttingu og flísum á gólfi
Þvottahús: Er rúmgott með innréttingu, vinnuborði og vaski. Gluggi er á þvottahúsi.
Parketlagður stigi er upp á efri hæðina
Bílskúr: Er skráður 46,5 m2. Innaf bílskúr er geymsla. Góðir gluggar eru á bílskúrnum.
Efri hæð:
Hjónaherbergi: Er með fataskápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi nr 1: Er með fataskáp og parketi á gólfi.
Barnaherbergi nr 2: Er með fataskáp og parketi á gólfi.
Sjónvarpsherbergi: Er með rennihurð og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Er flísalagt með innréttingu, vegghengdu salerni, sturtu og baðkari. Gluggi er á baðherbergi. Gólfhiti.
Eldhús: Er með L-laga innréttingu með miklu skápaplássi og borðkrók, flísar á gólfi. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, blástursofn, helluborð og háfur. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu. Stór gluggi með glæsilegu útsýni sem gefur góða birtu.
Stofa og borðstofa: Er í björtu rými með parketi á gólfi. Glæsilegt útsýni er úr rýminu. Úr stofu er gengið út á svalir og niður í bakgarð.
Auka íbúð: Er með hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
Stofa: Er með harðparketi á gólfi.
Herbergi: Er með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Er flísalagt með vegghengdu salerni, innréttingu og sturtu.
Úr íbúðinni er innangengt inn í húsið inn um þvottahús.
Verð kr. 139.900.000