** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 **Fasteignasala Mosfellsbæjar s. 586 8080 kynnir: Fjögurra herbergja 131,3 m2 íbúð á þriðju hæðí með bílskúr við Rjúpufell 46 í Reykjavík. Eignin er skráð íbúð 105,9 m2, geymsla (merkt 0105) 4,5 m2 og bílskúr (merktur 0103) 20,9 m2, og skiptist í anddyri, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing:Anddyri er með harðparketi og fataskáp.
Stofan er mjög björt harðparket á gólfi og útgengi út á flísalagðar vestursvalir með svalalokun.
Eldhús flísar á gólfi, hvít L-laga innrétting, undirborðsofn og keramik helluborð.
Herbergi 1 hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Herbergi 2 barnaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Herbergi 3 rúmgott svefnherbergi með harðparketi á gólfi og fatastkáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, baðkari með sturtuaðstöðu, lítilli innréttingu og gólf salerni.
Þvottahús inn af eldhúsi, dúkur á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúrinn er mjög snyrtilegur, flísar á gólf, nýlegt vinnuborð með skolvaski og lokaður geymsluskápur. Tengi fyrir heitt og kalt vatn við innkeyrsluhurð og rafmagnsopnun. Lúga í bílskúrslofti upp á geymsluloft.
Þak og þakkantur bílskúralengjunnar var endurnýjaður í júní 2022.
Sér geymsla íbúðar ásamt sameigninlegri hjóla- og vagnageymslu er í sameign hússins.
Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið. Rafmagnstafla fyrir stigagang hefur verið endurnýjuð.
Leikskólinn Ösp, Fellaskóli og íþróttasvæði Leiknis eru í göngufæri, ásamt skemmtilegum gönguleiðum í Víðidal og meðfram Elliðaá.
Verð kr. 59.900.000,-